Excel grunnur fyrir bókhaldsnema

Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem sækja bókhaldsnámskeið okkar sem vilja hressa upp á meginatriðin við notkun Excels í bókhaldi eða læra þau frá grunni. Þeim sem vilja kafa dýpra er bent á almennt námskeið okkar um Excel töflureikninn.

Forkröfur

Engar forkröfur eru gerðar til þeirra sem sækja þetta námskeið aðrar en almenn tölvukunnátta.

Dagskrá

  • Grundvallaratriði við notkun Excel s.s. uppsetning á jöfnum, einfaldir útreikningar og mótun talna og útlits. Tekið er fyrir hvernig svigar hafa áhrif á niðurstöðu, hvaða gildi aukastafir hafa og hvernig þeir geta haft áhrif á niðurstöður.
  • Notkun falla í Excel til einföldunar við jöfnugerð og útreikninga svo sem summur (SUM), meðaltöl (AVERAGE), að finna hæsta (MAX) og lægsta gildi (MIN) og svo framvegis.
  • Unnið með dagsetningar, einfaldir útreikningar á fjölda daga á milli tveggja dagsetninga.
  • Einfaldir listar í Excel, leit og röðun.
  • Notkun arka (sheets), afritun jafna og reita.
  • Notkun texta í Excel og mótun hans.

Markmið

Að hafa nægilega þekkingu á Excel til þess að ráða vel við notkun forritsins við æfingar í bókhaldsnáminu hjá okkur eða öðrum.

Leiðbeinendur

Námskeiðið kenna ýmist bókhaldskennarar eða Excel kennarar okkar.

Námsgögn

Námskeiðinu fylgir kennslubók um Excel sem gagnast að því loknu sem handbók fyrir Excel og til sjálfsnáms.

Umsagnir nemenda

"Opið fyrir spurningar, skýr og góð fyrirmæli. Góður/mátulegur hraði á yfirferð. Öllum spurningum svarað skýrt. Margar pásur svo orkan og einbeitingin hélst vel."

" Mjög góðar skýringar, farið á hæfilegum hraða í gegnum námskeiðið."

"Þakka gott námskeið, kem eflaust aftur í TV."

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.