Tölvu- og verkfræðiþjónustan

Meginmarkmið okkar er að veita þér þá bestu þekkingu sem tiltæk er hvort sem er í formi fræðslu eða ráðgjafar. Við höfum starfað samfellt frá árinu 1986 og frá árinu 1987 verið til húsa í eigin húsnæði á Grensásvegi 16 í Reykjavík. Alls hafa 42.500 manns (september 2011) sótt námskeið okkar frá upphafi og hundruðir fyrirtækja leitað ráðgjafar okkar um upplýsingatækni og fjarskipti. Tölvu- og verkfræðiþjónustan ehf hefur frá upphafi verið í eigu Halldórs Kristjánssonar, verkfræðings.

Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur ef spurningar vakna.

 

  • Tölvuvísir - fréttabréf okkar fram til desember 2006 en þá lauk útgáfu þess 

 

Hér erum við:

Á þessu korti er sýnt hvar við erum staðsett í Reykjavík. Næg bílastæði eru bak við húsið og frá bílastæðunum er gengið beint inn í aðalbygginguna og inn til okkar en skrifstofur okkar og kennslustofur eru á sömu hæð og bílastæðin.

Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16