Einkakennsla

Fyrir þá sem eru með afmarkaðar þarfir varðandi tölvuþekkingu er einkakennsla góður valkostur. Kennd eru þau atriði sem máli skipta fyrir þátttakandann á þeim hraða sem honum eða henni hentar. Boðið er upp á fjarkennslu. Hringdu í okkur til að fá nánari upplýsingar.

Námskeið á næstunni

Námskeið haustmisseris 2021 eru nú óðum að birtast á vefnum okkar. Á vefnum er að finna lýsingar á námskeiðunum og tímasetningar og meira birtist á næstu vikum. Við höfum minnkað úrval námskeiða frá fyrri árum en leggjum áherslu á vönduð og yfirgripsmikil námskeið bæði í stað- og fjarnámi.

Hvergi meira úrval af Excel námskeiðum

Hvergi meira úrval af Excel námskeiðum Við bjóðum nú meira úrval en nokkru sinni um Excel og notkun þess við alls konar útreikninga, greiningar og forritun. Þeir skipta þúsundum sem sótt hafa Excel námskeið hjá okkur. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.

Forritunarnám

  Í boði eru tvö námskeið um forritun. 'Grunnnám í forritun' er frábært námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á forritun eða vilja kynna sér málið áður en lengra er haldið. Námið 'Microsoft forritun, C# og vefur' er fyrir þá sem vilja verða góðir forritarar. Skráðu þig núna og fáðu góða þekkingu á nútímaforritun.

Gefðu gjafabréf á námskeið

Hægt er að kaupa gjafabréf á ákveðið námskeið hjá okkur eða fyrir ákveðna upphæð. Hringdu í okkur í síma 520 9000 eða sendu tölvupóst til okkar (tv@tv.is) með nafninu þínu og símanúmeri og við höfum samband. Gefðu gjöf sem veitir gleði og ánægju um ókomna tíð.

Spennandi vefsíðugerðarnámskeið

WordPress er vefkerfi sem hefur fyrir löngu slegið í gegn hjá þeim sem vilja með auðveldum hætti setja upp eigin vefsíðu og viðhalda henni án þess að kunna of mikið fyrir sér í vefsíðugerð. Þrátt fyrir þessa eiginleika er WordPress gríðarlega öflugt og hægt er að nota það við að búa til nánast og viðhalda hvaða vef sem er.