Excel II framhaldsnámskeið  

Almennt um námskeiðið

Framhaldsnámskeið í Excel er fyrir þá sem vilja auka notagildi Excel og nota það við flóknari verkefni. Lögð er áhersla á atriði sem auðvelda og flýta vinnslu með Excel. 

Forkröfur

Mikilvægt er að þeir einir sæki námskeiðið sem hafa unnið við eða prófað allt af því sem talið er upp í lýsingu okkar á námskeiðinu Excel I svo námskeiðið nýtist til fulls.

Dagskrá

  • Upprifjun helstu atriða frá grunnnámskeiðinu og kynning nýjunga í Excel. Farið er ítarlega í föll, samtengingu skjala og útlitsskipanir.
  • Myndritagerðin tekin ítarlega fyrir og sérstaklega skoðaðar flóknari gerðir myndrita eins og t.d. bólurit, myndrit með 2 ásum, myndrit með logarithmiskum kvarða ofl..
  • Notkun flókinna reiknifalla og formúlur samsettar úr mögum föllum.
  • Smíði eigin falla.
  • Innflutningur og meðhöndlun stórra gagnasafna. Kennt að setja upp lista, leita, raða og sía færslur eftir margskonar skilyrðum.
  • Uppsetning og notkun veraldarvefs- og gagnagrunnsfyrirspurna (Database- /Web Query).
  • Tól og hjálpartæki í Excel eins og Goal Seek, Data table, Scenario manager og Solver.
  • Kynning á gerð fjölva (macro) og veltitaflna (Pivot)
 

Markmið

Að loknu námskeiði á þátttakandinn að verða orðinn mjög fær Excel notandi sem hefur innsýn í alla helstu eiginleika forritsins.

Leiðbeinandi

Halldór Kristjánsson verkfræðingur og Valgerður Halldórsdóttir, verkfræðingur og Ph.D.

Kennslubók/kennslubækur

Excel kennslubók eftir Halldór Kristjánsson

 

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.