Óháð ráðgjöf

Óháð ráðgjöf

Við veitum óháða ráðgjöf um UT og heilbrigðisverkfræði. Hundruðir ánægðra viðskiptavina. Hafðu samband við okkur.

Excel námskeið fyrir alla

Excel námskeið fyrir alla

Excel er mikilvægasta verkfæri skrifstofufólks, bókara, endurskoðenda, stjórnenda, verkfræðinga, vísindamanna og...

Árangursrík verkefnastjórnun

Árangursrík verkefnastjórnun

Afar gagnlegt og hnitmiðað nám fyrir þá sem koma að stjórnun verkefna, hvort sem þau eru stór eða lítil. Þrautreynd...

 • Óháð ráðgjöf

  Óháð ráðgjöf

 • Excel námskeið fyrir alla

  Excel námskeið fyrir alla

 • Árangursrík verkefnastjórnun

  Árangursrík verkefnastjórnunNámskeið á næstunni

Smelltu á "Sjá öll námskeið" neðst í töflunni til að sjá fleiri námskeið eða notaðu valmyndina til vinstri.

Námskeið Hefst Endar Tími Verð
( )

Árangursrík verkefnastjórnun

Almennt um námskeiðið

Á þessu námskeiði eru kenndar þrautreyndar og viðurkenndar aðferðir og kenningar við verkefnastjórnun byggðar á yfir 30 ára reynslu kennarans af verkefnastjórnun og beitingu formlegra aðferða við stjórnun.

Meginkostur aðferðarinnar sem notuð er sem grunnur í náminu er að hún sameinar bestu vinnubrögð úr mörgum greinum og kerfum. Aðferðafræðin er notuð af fjölmörgum stórfyrirtækjum og stofnunum í hér á landi og erlendis með góðum árangri. Aðferðafræðin er svo sveigjanleg að hana má nota við verkefnastjórnun við nánast hvaða verkefni sem er, stórt eða smátt. Notandinn velur þá þætti hennar sem henta honum, og verkefninu, hverju sinni. 

Námskeiðið er byggt upp sem blanda af fyrirlestrum og verkefnum sem ýmist eru unnin í hópum eða sem einstaklingsverkefni. Mikil áhersla er lögð á sýnidæmi (Case Studies) og verkefni þátttakenda sjálfra sem þeir vinna meðan á náminu stendur.

Haldin eru einkanámskeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem þess óska. Dagskrá er þá ákveðin í samráði við verkbeiðanda. 

Forkröfur

Engar sérstakar forkröfur eru gerðar en æskilegt er að þátttakendur hafi einhverja reynslu af verkefnastjórnun og kunni að nota Office forritin. Kennt er að nota tvö mjög gagnleg forrit, annars vegar að búa til og nota hugarkort/verkáætlanir með XMind og hins vegar að vinna áætlanir í Microsoft Project. 

Dagskrá

Helstu verkþættir sem farið er yfir á námskeiðinu: 

 • Undirbúningur og ræsing verkefnis: Þetta er einn mikilvægasti þáttur verkefnastjórnunar þar sem verkefnið er skilgreint í þessu ferli og samkomulag gert um framkvæmd þess. Margs konar undirbúningur fer fram og réttlæting verkefnisins er skilgreind. Lögð eru fyrstu drög að verk- og kostnaðaráætlun, mannafla- og fjármunaþörf og greindar megináhættur sem gætu haft áhrif á verkefnið.
 • Skipurit verkefna og stjórnskipulag: Mikilvægt er að skilgreina stjórnskipulag verkefnisins og deila út ábyrgð á einstökum hlutum verkefnisins. Skilgreindir eru ferlar eins og breytingastjórnun, verkeftirlit, úrlausn verkefnisatriða og fleira sem skiptir máli fyrir árangursríkt verkefni.
 • Verkefnisstjórinn: Fjallað er ítarlega um hlutverk verkefnisstjórans og hvernig hann nær sem bestum árangri í verkefnum, samskipti hans við hagsmunaaðila verkefnisins, hvernig leysa má ágreining og fá alla hagsmunaaðila til að styðja verkefnið.
 • Áætlanagerð og áhættumat: Gerðar eru áætlanir sem ná til kostnaðar, tíma, mannafla, efnis og annarra auðlinda. Gerður er áhættulisti, hann greindur og mat lagt á áhrif hverrar áhættu fyrir sig. Áhættumat og áætlanir eru í sífelldri endurskoðun og ein mikilvægustu stjórntæki verkefnisins.
 • Gæðastjórnun verkefna: Lýst er hvernig ætlunin er að tryggja að réttum afurðum sé skilað í verkefninu, hvernig taka skal á bilunum og göllum sem upp koma til þess að árangur verkefnisins sé í samræmi við upphaflegar væntingar og skilgreiningar.
 • Skjölun verkefna: Mjög mikilvægt er að skjala allt verkferlið með formlegum hætti. Kennt er að gera það á skipulegan og árangursríkan hátt og fylgja með námskeiðinu tilbúin sniðskjöl fyrir alla þætti verkefnisins. Samskipti við hagsmunaaðila og eiganda verksins eru alltaf mikilvæg og góð skjölun tryggir að allt það sem skiptir máli komi fram gagnvart þeim aðilum sem eiga hagsmuna að gæta í verkefninu.
 • Stjórnun verkefnis, áfanga og áfangamarka: Stjórnun verkefnis er í höndum verkefnisstjóra sem oft skiptir verkefni upp í tvo eða fleiri áfanga. Á hverjum áfangamörkum er farið yfir verkefnið og staða verkþátta metin auk þess sem áætlanir eru uppfærðar og verkefnið endurmetið. Mjög vel er farið yfir hlutverk og ábyrgð verkefnisstjórans í öllu verkefnisferlinu og hlutverk annarra við það að gera verkefnið árangursríkt.
 • Samstæðustjórnun: Stór verkefni eru venjulega brotin niður í smærri verkefni eða verkhluta. Mynda þau samstæðu sem þarf að stjórna sem heild auk þess sem einstökum verkefnum og verkhlutum þarf að stjórna.
 • Stjórnun afhendingar og viðtöku: Mikilvægt er að hafa traust ferli við afhendingu þeirra afurða sem verkefnið snýst um og fylgja því til að tryggja að allt sem átti að gera hafi verið gert og að sá sem bað um verkefnið staðfesti að því sé lokið með þeim hætti sem til stóð.
 • Lok verkefnis og frágangur að loknu verkefni: Margir telja að verkefni sé lokið þegar afurð er afhent, en það er þá ýmis frágangsvinna eftir s.s. mat á hvernig aðferðarfræðin gagnaðist við verkefni, gerð lærdómsskýrslu sem skilgreinir hvað gerðist í verkefninu sem getur gagnast öðrum í sambærilegum verkefnum og síðan ýmis konar samantektir og skýrslur.

Þegar búið er að fara yfir alla þessa þætti og kenna aðferðir sem líklegar eru til að leiða til árangursríkra verkefna þá getur þátttakandinn lagað aðferðarfræðina að verkefnum eftir stærð þeirra og umfangi. Marga af þessum þáttum er hægt að einfalda mikið og lykilatriði að láta ekki aðferðarfræðina verða einhvern dragbít á verkefnið.

Á námskeiðinu eru notuð verkfæri eins og Word, Excel, Outlook, XMind hugarkort/verkefnastjórnun, Project verkefnastjórnunarforritið og önnur gagnleg smáforrit sem nemendur hafa aðgang að meðan á námskeiði stendur. Kennt er að nota XMind og Project en gert ráð fyrir að þátttakendur hafi nothæfa þekkingu á Word, Outlook og Excel. Office 2010 og nýrri eru fullnægjandi en í kennslustofunni eru notuð Office 2016 forritin.

Á námskeiðinu vinna þátttakendur verkefni (heima og í skólanum) að eigin vali, eða verkefni sem kennari úthlutar, og njóta aðstoðar kennarans og fá mat á verkefnin sín. 

Markmið

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera færir um að beita viðurkenndum og árangursríkum aðferðum við stjórnun alls kyns verkefna, jafnt stórra verkefna sem smárra. Einnig að beita helstu verkfærðum sem þarf til að ná árangri í verkefnastjórnun.

Kennari/kennarar

Kennari er Halldór Kristjánsson, verkfræðingur, en hann hefur mikla reynslu af stjórnun stórra og smárra verkefna í smáum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum. Þau verkefni sem hann hefur unnið á 30 árum skipta hundruðum og spanna allt frá verkefnum sem lýkur á fáum dögum til verkefna sem spanna marga mánuði eða ár.

Kennslubók/kennslubækur

Með námskeiðinu fylgja glærur frá kennara, fjöldi handbóka á rafrænu sniði og sniðskjöl sem notuð eru við verkefnastjórnun, hugtakalykill á íslensku sem skýrir mjög vel hugtök verkefnastjórnunar og ensk kennslubók um verkefnastjórnun.

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.