Óháð ráðgjöf

Óháð ráðgjöf

Við veitum óháða ráðgjöf um UT og heilbrigðisverkfræði. Hundruðir ánægðra viðskiptavina. Hafðu samband við okkur.

Excel námskeið fyrir alla

Excel námskeið fyrir alla

Excel er mikilvægasta verkfæri skrifstofufólks, bókara, endurskoðenda, stjórnenda, verkfræðinga, vísindamanna og...

Árangursrík verkefnastjórnun

Árangursrík verkefnastjórnun

Afar gagnlegt og hnitmiðað nám fyrir þá sem koma að stjórnun verkefna, hvort sem þau eru stór eða lítil. Þrautreynd...

 • Óháð ráðgjöf

  Óháð ráðgjöf

 • Excel námskeið fyrir alla

  Excel námskeið fyrir alla

 • Árangursrík verkefnastjórnun

  Árangursrík verkefnastjórnunNámskeið á næstunni

Smelltu á "Sjá öll námskeið" neðst í töflunni til að sjá fleiri námskeið eða notaðu valmyndina til vinstri.

Námskeið Hefst Endar Tími Verð
( )

Microsoft Project verkefnastjórnun 

Almennt um námskeiðið

Við stjórnun verkefna er mikilvægt að markvisst upplýsingastreymi eigi sér stað á öllum stigum verkstjórnar. Þá er mikilvægt að fylgjast vel með gangi verkefnisins hvað varðar tíma og kostnað. Forritið Project frá Microsoft er mjög vel til þess fallið að nota sem hjálpartæki við stjórnun alls konar verkefna. 

Á þessu námskeiði er farið yfir helstu þætti verkefnastjórnunar (Project Management) og kennt að beita forritinu við þá. Rakin er skipulagning vinnuferlis, fjallað um CPM- og Pert aðferðirnar, hvernig eigi að jafna álagi á starfsmenn og stýra framvindu verkefna. Þá er kennt að nota skýrslugerð og aðra þætti forritsins til miðlunar upplýsinga. 

Microsoft Project forritið er ekki aðeins notað við stór verkefni heldur hentar það einnig vel við smærri verkefni þar sem ætlunin er fyrst og fremst að halda utan um helstu verkþætti, kostnað og nýtingu mannafla og tækja. 

Dagskrá

 • Verkefnastjórnun, hvað er verkefni, skilgreining verkefnis með tilliti til tíma, kostnaðar og umfangs. Stjórnun verkefna, utanumhald, eftirfylgni og skýrslugerð.
 • Uppbrot verkefna í verkþætti (Tasks), áætlun verktíma, tenging verkþátta (Link), áfangar (Milestones) í verkum og hagnýtar leiðbeiningar um flokkun verkþátta í verkeiningar (Phases).
 • Notkun aðfanga (resources) í verkefnum, áætlun kostnaðar vegna þeirra og skráning margs konar upplýsinga fyrir hvern verkþátt. Munur á efnisaðfangi og vinnandi aðfangi.
 • Úthlutun aðfanga á hvern verkþátt og mikilvæg atriði við ákvörðun vinnumagns tengd því. Vinnuformúlan.
 • Fínstilling á eiginleikum aðfanga svo sem hvenær þau eru tiltæk, mismunandi kostnaður eftir tímabilum, nýting aðfanga, jöfnun álags með sjálfvirkum hætti og fleira.
 • Röðun, flokkun og síun gagna í verkáætlun. Gerð nýrra gagnataflna og aðlögun eldri taflna. Mótun útlits mynda og skýrslna.
 • Prentun upplýsinga úr Project og birting þeirra á vef.
 • Aðgangur að Project upplýsingum frá Office forritum og innflutningur gagna úr t.d. Excel.
 • Aðfangasöfn til að einfalda utanumhald um aðföng sem úthlutað er á mörg verkefni. Utanumhald um mörg verkefni (Project) í einu skjal og tengingar á milli verkþátta í ólíkum verkefnum.
 • Eftirlit með framvindu verkefna með skráningu á upplýsingum um stöðu verkþátta. Utanumhald um verkþætti sem er bundnir (Critical Path), verkþættir sem er á eftir áætlun og fleira. 

Markmið

Að námskeiði loknu geta þátttakendur skipulagt, skráð framvindu og gert upp tiltölulega flókin verkefni með Microsoft Project. 

Kennari/kennarar

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Halldór Kristjánsson, verkfræðingur, en hann hefur stjórnað mörgum stórum ráðgjafarverkefnum síðastliðinn áratug svo og haft eftirlit með framvindu verkefna. Hann er með Microsoft gráðu í Project (MOUS Project). 

Kennslubók/kennslubækur

Microsoft Project 2016 Step by Step frá Microsoft. Með bókinni fylgir fjöldi æfinga og aukaefni. Bókin hentar einnig eldri útgáfum af forritinu, eins og námskeiðið.

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.