Námskeið
Skráning

Óháð ráðgjöf
Við veitum óháða ráðgjöf um UT og heilbrigðisverkfræði. Hundruðir ánægðra viðskiptavina. Hafðu samband við okkur.

Námskeið haustmisseris
Námskeið haustsins 2021 koma brátt á vefinn okkar. Fylgstu með! Boðið verður upp á bæði staðnám og fjarnám.

Almenn tölvunámskeið
Mikið úrval af stuttum og skemmtilegum námskeiðum um Office, Windows, Word, Excel, PowerPoint, Outlook, Access,...

Excel námskeið fyrir alla
Excel er mikilvægasta verkfæri skrifstofufólks, bókara, endurskoðenda, stjórnenda, verkfræðinga, vísindamanna og...

Árangursrík verkefnastjórnun
Afar gagnlegt og hnitmiðað nám fyrir þá sem koma að stjórnun verkefna, hvort sem þau eru stór eða lítil. Þrautreynd...
-
Óháð ráðgjöf
-
Námskeið haustmisseris
-
Almenn tölvunámskeið
-
Excel námskeið fyrir alla
-
Árangursrík verkefnastjórnun
Námskeið á næstunniSmelltu á "Sjá öll námskeið" neðst í töflunni til að sjá fleiri námskeið eða notaðu valmyndina til vinstri. |
PowerPoint - áhrifaríkur málflutningur
Almennt um námskeiðið
Með PowerPoint má útbúa vönduð og eftirtektarverð nýsigögn, s.s. glærur, litskyggnur, námsgögn og skjásýningar. Fyrirlesarinn hefur aðgang að mörg hundruð tilbúnum bakgrunnum og þarf aðeins að bæta við lykilorðum eða myndum til þess að útbúa litfagrar sýningar máli sínu til stuðnings. Bæta má við hreyfimyndum og hljóðupptökum sem auka áhrif skjásýninga verulega. Námskeiðið hentar sérstakleg vel öllum þeim sem þurfa að flytja mál sitt á skýran og skilmerkilegan hátt.
Forkröfur
Þátttakandi verður að hafa gott vald á tölvum og grunnatriðum ritvinnslu til þess að hafa full not af námskeiðinu.
Dagskrá
Meðal þess sem kennt er á námskeiðinu er þetta:
- Lykilatriði við undirbúning málflutnings og hvernig má ná sem bestum árangri.
- Ný glærusýning búin til með eða án sniðskjals.
- Hnappastikurnar í PowerPoint.
- Glærusmiðurinn og hvernig má nota hann til að flýta glærugerðinni.
- Unnið með texta í PowerPoint.
- Táknum fremst í línu breytt.
- Litir og litabreytingar.
- Litaðri glæru breytt í svart-hvíta.
- Bakgrunnur, bakgrunnslitir, stígandi, mynstur í bakgrunni og bakgrunnsáferð.
- Textareitir, breytingar á þeim og gerð nýrra textareita.
- Gerð lista, taflna, myndrita og skipurita í PowerPoint.
- Teikningar, ljósmyndir og hreyfimyndir.
- Útlína notuð við glærugerð.
- Glærufyrirlestur með hjálp Word.
- Glæruröðun, glærur faldar og stjórnað hvernig þær birtast.
- Glærur sýndar með hjálp skjávarpa.
- Minnispunktar fyrirlesarans.
- Haus- og fótlína glæru.
- Grunnglærur (master), gerð þeirra og breyting.
- Gerð glærusniðs.
- Teiknað í PowerPoint.
- WordArt til að móta texta á djarfan og skemmtilegan hátt.
- Prentun glærusýninga.
- PowerPoint sem kynningartæki.
- Sjálfvirk glærusýning.
Með markvissri kennslu og skemmtilegum æfingum nærð þátttakandinn góðum tökum á PowerPoint og skarar fram úr öðrum að loknu námskeiði.
Markmið
Að loknu námskeiði á þátttakandinn að geta búið til glærusýningar og kynningar, af öryggi, sem tekið er eftir.
Kennslubók/kennslubækur
Íslensk handbók um Power Point og ljósrit


Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.