Námskeið
Skráning

Óháð ráðgjöf
Við veitum óháða ráðgjöf um UT og heilbrigðisverkfræði. Hundruðir ánægðra viðskiptavina. Hafðu samband við okkur.

Námskeið haustmisseris
Námskeið haustsins 2021 koma brátt á vefinn okkar. Fylgstu með! Boðið verður upp á bæði staðnám og fjarnám.

Almenn tölvunámskeið
Mikið úrval af stuttum og skemmtilegum námskeiðum um Office, Windows, Word, Excel, PowerPoint, Outlook, Access,...

Excel námskeið fyrir alla
Excel er mikilvægasta verkfæri skrifstofufólks, bókara, endurskoðenda, stjórnenda, verkfræðinga, vísindamanna og...

Árangursrík verkefnastjórnun
Afar gagnlegt og hnitmiðað nám fyrir þá sem koma að stjórnun verkefna, hvort sem þau eru stór eða lítil. Þrautreynd...
-
Óháð ráðgjöf
-
Námskeið haustmisseris
-
Almenn tölvunámskeið
-
Excel námskeið fyrir alla
-
Árangursrík verkefnastjórnun
Námskeið á næstunniSmelltu á "Sjá öll námskeið" neðst í töflunni til að sjá fleiri námskeið eða notaðu valmyndina til vinstri. |
Outlook fyrir byrjendur
Almennt um námskeiðið
Outlook er fjölþætt forrit til samskipta með tölvupósti, til að bóka fundi, halda utanum verkefni, til tímastjórnunar og til þess að skrá og viðhalda upplýsingum um tengiliði og samskiptum við þá. Í Outlook er einnig öflugt dagbókarkerfi og minnismiðakerfi og kerfi sem heldur sjálfvirkt utan um allt það helsta sem gert er í tölvunni (ferilskráning). Með því að samhæfa póst, tengiliði, verkefni og annað úr Outlook við farsímann hefur notandinn alltaf aðgang að nýjustu upplýsingum. Forritið er því öflugur fylginautur allra þeirra sem annt er um tíma sinn, tengiliði og verkefni. Outlook er sérlega hentugt fyrir fyrirtæki sem vilja bæta samskipti, auðvelda tímastjórnun og verkefnastýringu og halda betur utan um tengiliði og viðskiptavini.
Dagskrá
- Senda og taka á móti tölvupósti, bæði innanhúss og utan. Viðhengi send, sjálfvirk flokkun pósts með reglum, amapósti (ruslpósti) eytt og sjálfvirk svörun pósts.
- Geyma og flokka upplýsingar um tengiliði og viðskiptavini og halda utan um samskipti við þá. Flokkun tengiliða, gerð hóplista, listi yfir samskipti við tengilið ofl.
- Halda dagbók, bóka fundi og sinna tímastjórnun. Endurteknir atburðir, fundarboðanir, prentun dagbókar og fleira.
- Auðvelda eftirlit með eigin verkefnum sem og þeim sem eru úthlutuð öðrum.
- Skrifa á minnismiða, geyma þá og flokka.
- Halda ferilskrá yfir vinnu í tölvunni eða þá sem tengist völdum tengiliðum.
Markmið
Að loknu námskeiði á þátttakandinn að vera fær um að nota Outlook til utanumhalds um verkefni sín og tímaskráningar auk þess að vera orðinn fær tölvupóstnotandi.
Kennari/kennarar
Námskeiðið kenna fastráðnir kennarar okkar.
Kennslubók/kennslubækur
Íslensk handbók um forritið Outlook.


Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.