Námskeið
Skráning

Óháð ráðgjöf
Við veitum óháða ráðgjöf um UT og heilbrigðisverkfræði. Hundruðir ánægðra viðskiptavina. Hafðu samband við okkur.

Námskeið haustmisseris
Námskeið haustsins 2021 koma brátt á vefinn okkar. Fylgstu með! Boðið verður upp á bæði staðnám og fjarnám.

Almenn tölvunámskeið
Mikið úrval af stuttum og skemmtilegum námskeiðum um Office, Windows, Word, Excel, PowerPoint, Outlook, Access,...

Excel námskeið fyrir alla
Excel er mikilvægasta verkfæri skrifstofufólks, bókara, endurskoðenda, stjórnenda, verkfræðinga, vísindamanna og...

Árangursrík verkefnastjórnun
Afar gagnlegt og hnitmiðað nám fyrir þá sem koma að stjórnun verkefna, hvort sem þau eru stór eða lítil. Þrautreynd...
-
Óháð ráðgjöf
-
Námskeið haustmisseris
-
Almenn tölvunámskeið
-
Excel námskeið fyrir alla
-
Árangursrík verkefnastjórnun
Námskeið á næstunniSmelltu á "Sjá öll námskeið" neðst í töflunni til að sjá fleiri námskeið eða notaðu valmyndina til vinstri. |
Access I og II - tilboð
Almennt um námskeiðið
Access gagnagrunnurinn er öflugt verkfæri en það þarf nokkurn undirbúning til að búa til fullveðja gagnagrunna með Access. Hér er því tveimur námskeiðum um Access slegið saman í eina heild sem innifelur afslátt frá verði beggja námskeiða. Sá sem sækir bæði námskeiðin er fullfær um að búa til öfluga gagnagrunna með alls konar verkun sem auðveldar almennum notendum notkun þeirra.
Forkröfur
Þeir sem vilja taka þátt í þessu námskeiði þurfa að hafa góða þekkingu á helstu Office forritum.
Dagskrá
Námskeiðið samanstendur af tveimur námskeiðum okkar (Smelltu á heiti hvors námskeiðs til að fá nánari lýsingu):
- Access I: Almenn gagnagrunnsgerð. Námskeiðið hentar vel þeim sem vilja fyrst og fremst geta smíða á fljótlegan hátt gagnagrunna og notað Access grunna sem aðrir hafa búið til.
- Access II: Sérhæfð gagnagrunnsgerð. Á þessu framhaldsnámskeiði er kennt allt það sem þarf til að búa til mjög notendavæna og öfluga gagnagrunna.
Markmið
Að loknun námskeiðinu á þátttakandinn að hafa náð mjög góðum tökum á gerð gagnagrunna með Access og geta búið til sjálfstæða gagnagrunna til nota fyrir aðra.
Leiðbeinendur
Halldór Kristjánsson verkfræðingur og Valgerður Halldórsdóttir, verkfræðingur og Ph.D.
Námsgögn
Ensk kennslubók um Access.


Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.