Námskeið
Skráning

Óháð ráðgjöf
Við veitum óháða ráðgjöf um UT og heilbrigðisverkfræði. Hundruðir ánægðra viðskiptavina. Hafðu samband við okkur.

Námskeið haustmisseris
Námskeið haustsins 2021 koma brátt á vefinn okkar. Fylgstu með! Boðið verður upp á bæði staðnám og fjarnám.

Almenn tölvunámskeið
Mikið úrval af stuttum og skemmtilegum námskeiðum um Office, Windows, Word, Excel, PowerPoint, Outlook, Access,...

Excel námskeið fyrir alla
Excel er mikilvægasta verkfæri skrifstofufólks, bókara, endurskoðenda, stjórnenda, verkfræðinga, vísindamanna og...

Árangursrík verkefnastjórnun
Afar gagnlegt og hnitmiðað nám fyrir þá sem koma að stjórnun verkefna, hvort sem þau eru stór eða lítil. Þrautreynd...
-
Óháð ráðgjöf
-
Námskeið haustmisseris
-
Almenn tölvunámskeið
-
Excel námskeið fyrir alla
-
Árangursrík verkefnastjórnun
Námskeið á næstunniSmelltu á "Sjá öll námskeið" neðst í töflunni til að sjá fleiri námskeið eða notaðu valmyndina til vinstri. |
Access I: Almenn gagnagrunnsgerð
Almennt um námskeiðið
Þetta námskeið er ætlað öllum þeim sem þurfa að safna upplýsingum, vinna úr þeim og setja fram með fjölbreyttum hætti. Microsoft Access er mjög fjölhæfur gagnagrunnur sem ekki krefst sérþekkingar notandans á gagnagrunnskerfum til þess að ná árangri. Á námskeiðinu er eftirfarandi kennt:
Forkröfur
Til að taka þátt í þessu námskeiði þarf að hafa góða almenna þekkingu á notkun Office forritanna og Windows.
Dagskrá
-
Grunnatriði við smíði gagnagrunna: Hvernig á að búa til og viðhalda gagnagrunnstöflum, mynda vensl á milli þeirra og tryggja að upplýsingar séu ekki endurskráðar.
-
Að afrita ytri gögn inn í töflur.
-
Röðun og síun gagna í töflum.
-
Að gera fyrirspurnir sem sameina upplýsingar úr mörgum töflum, finna það sem beðið er um og reikna út ný gildi. Innsláttur gagna í fyrirspurnir sem skila sér í töflur.
-
Að búa til skýrar innsláttarmyndir, með hnöppum, valmyndum og innskáttur í þær prófaður.
-
Uppsetning á skýrslum, sem byggja á mörgum töflum og hafa reiknuð svæði, millisummur og heildarsummur, en einnig er kennd gerð límmiða.
Á námskeiðinu er búinn til einn heilsteyptur gagnagrunnur og í honum tekin margvísleg dæmi sem styrkja þekkinguna á forritinu og nýtast þátttakandanum vel að því loknu.
Markmið
Að hafa skilning og þekkingu á gagnagrunnsgerð og vera fær um að smíða eigin gagnagrunna. Að hafa næga þekkingu til að sækja Access framhaldsnámskeið okkar.
Leiðbeinandi
Námskeiðið kennir Halldór Kristjánsson, verkfræðingur og sérfræðingur í Access.
Námsgögn
Microsoft Office Access 2013 Step-by-step ásamt íslenskum æfingum.
Ábendingar um framhald
Í framhaldi af þessu námskeiði er gott að taka námskeiðið Access II fyrir lengra komna.


Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.