Námskeið
Skráning

Óháð ráðgjöf
Við veitum óháða ráðgjöf um UT og heilbrigðisverkfræði. Hundruðir ánægðra viðskiptavina. Hafðu samband við okkur.

Námskeið haustmisseris
Námskeið haustsins 2021 koma brátt á vefinn okkar. Fylgstu með! Boðið verður upp á bæði staðnám og fjarnám.

Almenn tölvunámskeið
Mikið úrval af stuttum og skemmtilegum námskeiðum um Office, Windows, Word, Excel, PowerPoint, Outlook, Access,...

Excel námskeið fyrir alla
Excel er mikilvægasta verkfæri skrifstofufólks, bókara, endurskoðenda, stjórnenda, verkfræðinga, vísindamanna og...

Árangursrík verkefnastjórnun
Afar gagnlegt og hnitmiðað nám fyrir þá sem koma að stjórnun verkefna, hvort sem þau eru stór eða lítil. Þrautreynd...
-
Óháð ráðgjöf
-
Námskeið haustmisseris
-
Almenn tölvunámskeið
-
Excel námskeið fyrir alla
-
Árangursrík verkefnastjórnun
Námskeið á næstunniSmelltu á "Sjá öll námskeið" neðst í töflunni til að sjá fleiri námskeið eða notaðu valmyndina til vinstri. |
Photoshop Elements ljósmyndavinnsla
Almennt um námskeiðið
Þetta er frábært námskeið fyrir þá sem vilja vinna ljósmyndirnar sínar meira en hægt er að gera með til dæmis Picasa eða þeim forritum sem oft fylgja ljósmyndavélum. Námskeiðið er ágætt framhald fyrir þá sem hafa sótt námskeið okkar um stafræna ljósmyndun og Picasa. Photoshop Elements, frá Adobe, hefur flesta þá eiginleika Photoshop sem mest eru notaðir við margmiðlun, mynd- og ljósmyndavinnslu. Einnig eiga margir Photoshop Elements þar sem það fylgir með mörgum skönnum og stafrænum myndavélum og er ódýrt. Þetta námskeið er sérstaklega ætlað þeim sem vilja læra að nota Photoshop Elements til fulls við vinnslu ljósmynda með þessu skemmtilega og öfluga forriti.
Forkröfur
Æskilegt er að þátttakendur hafi almenna tölvukunnáttu og séu vanir og nota myndavélar.
Dagskrá
- Innlestur ljósmynda, flokkun þeirra og merking, leit að myndum eftir ýmsum atriðum s.s. fólki, stöðum, atburðum og texta.
- Deiling mynda á Internetnu s.s. á facebook, twitter, Vimeo, YouTube og með tölvupósti.
- Gerð [og prentun) ljósmyndabóka, dagatala með myndum, veggspjalda og prentun mynda.
- Fljótlegar leiðréttingar og lagfæringar á ljósmyndum, nöfn einstaklinga og tökustaðir mynda settir inn.
- Kennt að nota Quick-, Guided- og Expertham Photoshop Elements til alls konar breytinga og lagfæringa á ljósmyndum.
- Helstu verkfæri til að vinna ljósmyndir, fjarlægja hluti úr þeim, sameina margar myndir í eina, laga liti og birtu, andlitslagfæringar og margt fleira.
- Lagskipting mynda og þýðing hennar fyrir leiðréttingar og lagfæringar.
- Myndum breytt með effektum og hlutir úr einni mynd færðir í aðra mynd með afritun eða með því að fjarlægja þá alveg.
- ....
Photoshop Elements er þannig að gert að hægt er að gera marga af ofangreindum hlutum á einfaldan og fljótlegan hátt og því auðvelt að læra það sem gæti virst flókið við fyrstu sýn.
Markmið
Að loknu námskeiði á þátttakandinn að geta unnið ljósmyndir í tölvu og prentað þær, þekkja mismunandi myndform og geta búið til og unnið við alls konar myndir með Photoshop Elements.
Kennari/kennarar
Sigurður Jónsson og Halldór Kristjánsson
Kennslubók/kennslubækur
Notuð er kennslubók frá Adobe úr hinni þekktu bókaröð "Classroom in a book". Með bókinni fylgir diskur með æfingum og ítarefni.


Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.