Alþjóðleg þekkingarpróf

Frá og með 1. nóvember 2018 bjóðum við ekki lengur þekkingarpróf. Meginástæðan er sú að þessi starfsemi fellur ekki lengur að þeirri stefnu sem við höfum markað okkur til næstu ára. Lýkur þar með 20 ára samfelldri sögu okkar sem prófamiðstöð fyrir alls konar þekkingarpróf. Frá 2006 höfum við jafnframt verið eini aðilinn hér á landi sem hefur verið Pearson Vue Select viðurkenndur sem hefur veitt okkur heimildir til að halda próf m.a. fyrir innri endurskoðendur og GMAT.

Þessi ákvörðun var þó ekki tekin fyrr en fullvissa væri fyrir því að annar aðili fengi viðurkenningu til að halda þessi próf og svo er nú orðið en Promennt hefur nú hlotið slíka viðurkenningu.

Við notum þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem sótt hafa próf hjá okkur síðastliðin 20 ár.