Grunnnám í forritun

 

Almennt um námskeiðið

Á þessu grunnnámskeiði í forritun fá nemendur að taka fyrstu skrefin í heimi forritunar, fjallað verður lítillega um sögu forritunar og helstu forritunarmál kynnt. Fá svo nemendur að smíða nokkur einföld forrit þar sem helstu grunnatriði forritunar eru prófuð.

Unnið verður í þróunarumhverfinu CodeBlocks með C++ forritunarmáli. Námskeiðið er ætlað þeim tölvunotendum sem hafa áhuga á að kynna sér fyrstu skrefin í forritun.

Forkröfur

Góð almenn tölvuþekking, þátttakendur þurfa ekki að þekkja til forritunar eða hafa forritað áður.

Dagskrá

  • Grunnatriði forritunar kynnt, saga og forritunarmál. Uppsetning á kóðaforriti, einfaldur kóði keyrður.
  • Einfaldur kóði forritaður, unnið með breytur og fasta, inn og útstrauma.
  • Unnið með if og case setningar.
  • Unnið með for-, do- og whilelykkjur.
  • Föll kynnt til sögunnar.

Markmið

Að loknu námskeiðinu eiga þátttakendur að skilja helstu grunnþætti forritunar og geta með það að leiðarljósi sett sér frekari markmið í tölvunarfræðum.

Leiðbeinandi

Sigurður Jónsson, forritari og tölvunarfræðinemi í HR. 

Námsgögn

Ljósrit og kennslubók á ensku.

 

 

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.