WordPress vefsíðugerð

Almennt um námskeiðið

Viltu búa til þína eigin vefsíðu til að kynna þig eða fyrirtæki þitt á netinu? Þú ert ef til vill í fyrirsvari fyrir lítið fyrirtæki, klúbb eða félag sem þarf að hafa vefsíðu á Internetinu en vilt sjálf(ur) geta búið til frambærilega síðu með WordPress. Þetta námskeið okkar er sérsniðið að þeim sem vilja búa til og viðhalda vefsíðu.

Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði þess að búa til, stjórna og kynna vefsíðu á Internetinu.

Forkröfur

Ekki eru gerðar kröfur um reynslu af að búa til eða reka vefsíðu né að kunna að nota WordPress. Aðeins er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi almenna tölvuþekkingu og hafi notað vefinn til eigin nota. Námskeiðið er mjög ítarlegt svo það er mikilvægt að þátttakendur geti gefið sér tíma á milli kennsludaga til að fara yfir efnið og undirbúa næsta tíma.

Dagskrá

Eftirfarandi er m. a. kennt á námskeiðinu:

  • Að nota stjórnborð (dashboard) WordPress þaðan sem öllum aðgerðum í WordPress er stjórnað.
  • Að búa til eigin vefsíðu þar sem hægt er að birta fréttir, upplýsingar, myndir, myndbönd og umsagnir.
  • Að móta útlit vefsíðunnar með því að nota tilbúin sniðmát og einfaldar útlitsskipanir.
  • Að skipuleggja vefinn með síðum, flokkum og merkingum.
  • Að setja upp efni sem eykur líkur á að síðan birtist í Google leit.
  • Að halda utanum og stjórna myndasöfnum.
  • Að bæta við alls konar einingum sem auka notagildi síðunnar.
  • Að bæta við smáforritum (Widgets), innsláttarformum fyrir tengiliði, vegakortum og fleira

Markmið

Að loknu námskeiði átt þú að geta búið til vandaðan vef fyrir þig, fyrirtæki þitt eða félagsskap sem þú tilheyrir.

Kennari/leiðbeinandi

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Valgerður Guðrún Halldórsdóttir, verkfræðingur

Kennslugögn

Með námskeiðinu fylgir ensk kennslubók um WordPress

 

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.