Kortlagning hugmynda með XMind

Almennt um námskeiðið

Hugarkort eru mjög öflug forrit til hugarflugsvinnu, skipulagningu verka og annarra þátta sem öðlast þarf yfirsýn yfir. Á námskeiðinu er kennt að beita mjög öflugri aðferð við að myndgera (e. visualize) alla hugarflugs- og skipulagningarvinnu og verkefnastjórnun smærri verkefna með XMind ("The Most Popular Mind Mapping Tool" skv. Lifehacker.com) sem er mjög vinsælt og gott til þess að búa til hugarkort. (Hér má nálgast ókeypis útgáfu

Forkröfur

Engar sérstakar forkröfur. 

Dagskrá 

Hugarkort er kort eða tengslamynd sem sýnir tengsl orða, hugtaka, hugmynda eða verkefna miðað við einhverja miðju sem oft er orð eða hugmynd.

Hugarkort eru aðferð í námstækni og ýmiss konar hugmyndavinnu og þankahríð, aðferð til að flokka og raða hugmyndum og hugtökum og til að setja hugmyndir fram á myndrænan hátt. 

Hugarkort nýtast sem námstækni þannig að nemandi gerir eigin hugarkort til að skilja og muna flókin hugtök. Hugarkort geta nýst í allri hugmyndavinnu svo sem til að greina vandamál og leita að lausnum og sem hjálpartæki við ákvarðanatöku. 

Hugarkort eru frábær leið til þess að setja fram hugsanir, með aðstoð tölvu, með þeim hætti sem hugurinn vinnur (óskipulega) og ná þannig betri tökum og skipulagi á verkefnum.

  • Hvað eru hugarkort og hvernig get ég haft gagn af þeim?
  • Notkun forritsins XMind við gerð hugarkorta.
  • Gerð hugarkorta, skipurita, flæðimynda, verkefnaskipulags ofl.
  • Hugarkorti breytt í vef, glærusýningu, mynd eða annað gagnlegt form.

Markmið

Að námi loknu eiga þátttakendur að hafa skýra mynd af því hvernig beita má hugarkortum til þess að auka afköst og gæði verkefnastjórnunar. 

Leiðbeinandi

Halldór Kristjánsson, verkfræðingur og verkefnastjóri

Námsgögn

Námsgögn frá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni ehf og ljósrit.

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.