Hagnýtt bókhaldsnám II 

Almennt um námskeiðið

Námið er ætlað þeim sem vilja ná dýpri skilningi í flókari færslum fjárhagsbókhalds, og nýta sér betur sérkerfi bókhaldskerfa, til að vinna upplýsingar úr þeim. Námið hentar sérstaklega vel öllum þeim sem vilja vinna við bókhald og greina upplýsingar til stjórnunar og endurskoðanda.

Þátttakendur læra að nota öll algengustu sérkerfi bókhaldskerfa, til daglegrar vinnslu. 

Forkröfur

Námið er fyrir þá sem hafa sótt Hagnýtt bókhaldsnám hjá okkur og/eða hafa staðgóða þekkingu á bókhaldi. Einning þurfa þátttakendur að hafa staðgóða þekkingu á Excel, sambærilega þeirri sem má fá á námskeiði okkar Excel I. Námið er framhald námsins Hagnýtt bókhaldsnám

Dagskrá

Við höfum lagt sérstaka áherslu á eftirfarandi við uppbyggingu þessa náms: 

  • Að námsefnið sé raunhæft.
  • Að kennarar hafi góð tengsl við atvinnulífið.
  • Að faglegum og nútímalegum vinnubrögðum sé beitt við námið.

Námsefnið er tvískipt :

  1. Gögn fyrirtækis sem búið er að færa til eins árs, eru tekin og úr þeim unnar upplýsingar til að gera skil til endurskoðanda, leiðréttingar gerðar og viðbætur v. óbókaðra gagna v. skattframtals og ársreikningsgerðar – og allar lokafærslur bókaðar.
  2. Nýtt ár er stofnað og færðar færslur á fyrstu vikum ársins með nokkrum flækjum, og til þess notuð helstu sérkerfi upplýsinga-/bókhaldskerfa s.s. sölu- og birgðakerfi, innkaupakerfi, verkbókhald, launabókahald, innheimtukerfi, tollakerfi og samþykktarkerfi. 

Markmið

Að loknu námi eiga þátttakendur að:

  • Geta fært bókhald fyrirtækja og gengið frá sundurliðunum til skattauppgjörs og ársreikningagerðar til endurskoðanda eða uppgjörsaðila. 
  • Hafa góðan skilning á faglegum vinnubrögðum og góðum reikningsskilavenjum. 
  • Kunna og geta leitað eftir upplýsingum um tengd málefni, vita hvar er hægt að leita sér endurmenntunar í skyldum greinum og hvar er hægt að nálgast haldbær gögn til uppflettingar. 

Leiðbeinandi

Sissel Einarsson, bókari, en hún rekur Bókhaldsþjónustuna Debet auk þess að starfa hjá okkur

Námsgögn

Ýmis gögn í möppu og íslensk kennslubók

Einingar

Námið jafngildir 3 einingum

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.