Bókhaldsnám grunnur og framhald

Almennt um námskeiðið

Bókhaldsnámið er ætlað öllum þeim, sem vilja ná góðum tökum á daglegri bókhaldsvinnu, t.d. sjálfstæðum atvinnurekendum og þeim sem ætla að vinna við bókhald.  Á námskeiðinu fá nemendur innsýn í alla algengustu þætti daglegrar bókhaldsvinnu.  Markmið okkar með bókhaldsnáminu er að veita nemendum góða þekkingu og þjálfun í ýmsum verkefnum sem koma fyrir í nútíma bókhaldsvinnu. Þannig verða þeir ekki aðeins færir um að mæta breyttum kröfum síðustu ára heldur geta einnig tekið virkan þátt í þeim nýjungum sem framundan eru. Í síðari hluta námsins er lögð áhersla á að þáttakendur fái dýpri skilningi í flóknari færslum fjárhagsbókhalds, og nýta sér betur sérkerfi bókhaldskerfa, til að vinna upplýsingar úr þeim.

Námið hentar sérstaklega vel öllum þeim sem vilja vinna við bókhald og greina upplýsingar til stjórnunar og endurskoðanda og er góður undirbúningur fyrir þá sem ætla sér síðar í próftöku til að öðlast viðkenningu sem bókari (Viðurkenndur bókari).

Námskeiðið er samsett úr tveimur bóhaldsnámskeiðum, Hagnýtt bókhaldsnám I og Hagnýtt bókhaldsnám II. 

Dagskrá

  • Hagnýtt bókhaldsnám (smellið hér til að skoða lýsingu) 
  • Hagnýtt bókhaldsnám II (smellið hér til að skoða lýsingu)

Markmið

Að loknu námi á þátttakandinn að geta fært bókhald fyrirtækja og gengið frá sundurliðunum til skattauppgjörs og ársreikningagerðar til endurskoðanda eða uppgjörsaðila og hafa góðan skilning á faglegum vinnubrögðum og góðum reikningsskilavenjum.

Einingar

Námið jafngildir 7 einingum.

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.