Hagnýtt bókhaldsnám grunnur

Almennt um námskeiðið

Bókhaldsnámskeiðið er ætlað öllum þeim, sem vilja ná góðum tökum á daglegri bókhaldsvinnu, t.d. sjálfstæðum atvinnurekendum og þeim sem ætla að vinna við bókhald.  Á námskeiðinu fá nemendur innsýn í alla algengustu þætti daglegrar bókhaldsvinnu.  Markmið okkar með bókhaldsnáminu er að veita nemendum góða þekkingu og þjálfun í ýmsum verkefnum sem koma fyrir í nútíma bókhaldsvinnu. Þannig verða þeir ekki aðeins færir um að mæta breyttum kröfum síðustu ára heldur geta einnig tekið virkan þátt í þeim nýjungum sem framundan eru.

Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir þá sem ætla sér síðar í próftöku til að öðlast viðkenningu sem bókari (Viðurkenndur bókari). 

Forkröfur

Æskilegt er að þátttakendur kunni að nota Excel. Boðið er upp á 3 klukkustunda undirbúningsnámskeið um notkun Excel við bókhald ef næg þátttaka fæst. 

Dagskrá

Námsefnið er samfelld röð raunverulegra fylgiskjala og speglar þar af leiðandi eingöngu raunverulega atburði og færslur, að skattframtali. Eftir merkingu fylgiskjalanna verða þau tölvufærð. Dagskrá námskeiðsins er í meginatriðum þessi: 

  • Grundvallaratriði bókhalds
    • Grunnreglur og forsendur
    • Eignir, skuldir, eigið fé, tekjur, gjöld og afkoma. 
    • Rekstrarreikningur og efnahagsreikningur. Unninn er fjöldi æfinga upp úr kennslubók.
    • Uppbygging tvíhliða bókhalds
  • Gildandi lög og regluverk sem gilda um bókhald og beiting þeirra.
  • Undirbúningur skjala fyrir skráningu í bókhaldskerfi. Námsefnið er röð raunverulegra fylgiskjala og speglar þar af leiðandi eingöngu raunverulega atburði og færslur, að skattframtali.
  • Tölvufært bókhald (60% af námstíma). Fært er heilt ár í bókhaldi fyrirtækis.
  • Afstemningar eigna og skulda, t.d. bankareikninga, gerð virðisaukaskattskýrslna og  launaútreikningar. 

Við höfum lagt sérstaka áherslu á eftirfarandi við uppbyggingu þessa náms:

  • Að námsefnið sé raunhæft.
  • Að kennarar hafi góð tengsl við atvinnulífið.
  • Að faglegum og nútímalegum vinnubrögðum sé beitt við námið.

Markmið

Að loknu námi eiga þátttakendur að geta fært bókhald lítilla og meðlastórra fyrirtækja. Einnig eiga þátttakendur að hafa góðan skilning á faglegum vinnubrögðum og góðum reikningsskilavenjum, að loknu námi og kunna og geta leitað eftir upplýsingum um tengd málefni, vita hvar er hægt að leita sér endurmenntunar í skyldum greinum og hvar er hægt að nálgast haldbær gögn til uppflettingar:

  • Að þátttakendur fái góðan skilning á helstu hugtökum fjárhagsbókhalds
  • verði færir um að merkja og flokka öll algeng fylgiskjöl t.d. vörukaup, húsaleigu, símkostnað og þjónustugjöld banka.
  • verði færir um að vinna ýmsar upplýsingar úr bókhaldskerfinu
  • læri að ganga frá uppgjöri og skilum virðisaukaskatts
  • læri undirstöðuatriði launaútreiknings og færslur hans í dagbók
  • læri að stemma af dagbókarlykla eftir hreyfingalistum og færa nauðsynlegar leiðréttingar
  • geti undirbúið uppgjör fyrirtækis
  • og tileinki sér fagleg vinnubrögð við bókhald

Leiðbeinandi

Sissel Einarsson, bókari, en hún rekur einnig Bókhaldsþjónustuna Debet auk þess að starfa hjá okkur.

Kennslubók/kennslubækur

Ein íslensk kennslubók fylgir, auk fjölda ljósrita og fylgiskjala. Einnig fylgir aðgangur að bókhaldskerfi. Nemar geta þess vegna æft sig heima meðan á námskeiði stendur.

Einingar

Námið jafngildir 4,5 einingum

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.