Joomla vefsíðugerð

 

Almennt um námskeiðið

Kennt er að búa til vefi með einu þekktasta vefumsjónarkerfi veraldar, Joomla. Ekki þarf að kaupa neinn hugbúnað til þess að búa til vefi í Joomla og hægt að byrja á því að smíða vef strax í upphafi námskeiðs. Joomla er einfalt og öflugt og margar af þekktustu vefsíðunum eru gerðar með Joomla.

Forkröfur

Góð þekking á ritvinnslu og tölvunotkun er æskileg.

Dagskrá

  • Hvað er Joomla og hvað þarf til þess að búa til Joomla vef
  • Gerð forsíðu vefjar með haus, fæti, fréttum, ljósmyndum, valmyndum og öðru efni
  • Vefsíður fyrir mismunandi hlutverk, veftré, slóðir og margt fleira
  • Notkun sniðmáta (templates) og CSS til að stjórna útliti vefs og texta
  • Viðbótareiningar fyrir Joomla, kannanir, notkun margmiðlunarefnis ofl.
  • Hvernig á að uppfæra vef
  • Helstu leiðir til að hýsa vef

Markmið

Að loknu námskeiði getur þátttakandinn búið til eigin vefsíðu með fjölbreyttu efni, ljósmyndum, valmyndum og öðru því sem prýðir góða vefsíðu.

Vefsíða Joomla

Leiðbeinandi

Halldór Kristjánsson

Námsgögn

Ensk kennslubók og verkefni

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.