Outlook tíma- og verkefnastjórnun

Almennt um námskeiðið

Margir tölvunotendur nota Outlook sem forrit til póstsamskipta og skráningar funda og atburða í dagbók forritsins. Outlook er einnig mjög öflugt forrit til tímastjórnunar, utanumhalds um dagleg verkefni og skráningar samskipta við viðskiptavini og tengiliði. Á þessu framhaldsnámskeiði er lögð áhersla á að kenna á þá þætti Outlook sem gera það að öflugu verkfæri til tímastjórnunar og til að hafa betri yfirsýn yfir verkefni og samskipti við tengiliði. Jafnframt er bætt við mörgum gagnlegum atriðum varðandi póst, tengiliðalista og dagbók, sem gera þátttakandann að öflugri Outlook notanda.  

Forkröfur

Námskeiðið hentar öllum sem hafa þegar lært grunnatriðin við tölvupóstsamskipti en vilja bæta við sig meiri þekkingu til þess að bæta samskipti, tímastjórnun og utanumhald verkefna.

Dagskrá

 

  • Rifjuð upp helstu atriði varðandi tölvupóst s. s. flokkun pósts í möppur, vistun viðhengja, stillingar á skeytum og stillingar á Outlook fyrir tölvupóst, sjálfvirkar undirskriftir, gerð útsendingarlista og Out of Office tilkynningar.
  • Sjálfvirk flokkun pósts við komu byggt á mörgum atriðum s. s. sendanda, efni eða innihaldi pósts og öðrum atriðum. 
  • Tölvupósti breytt í verkefni eða tímabókun og sendandi stofnaður í tengiliðalista. 
  • Skráning tengiliða, flokkun þeirra og notkun tengiliðalista við gerð dreifibréfa og dreifipósts. 
  • Forgangsröðun pósts, sjálfvirkar áminningar vegna óafgreiddra verkefna, dagbókarskráninga eða tölvupósta. 
  • Skipulagning tíma með dagbókinni (fundir, áminningar og endurteknir atburðir), boðun funda, val þátttakenda og sjálfvirkt utanumhald um þátttökustaðfestingar. 
  • Svörun fundarboða frá öðrum og breytingar á fundartímum. 
  • Aðgangur annarra að dagbók og verkefni gerð sýnileg í dagbókinni. 
  • Stofnun verkefna, skráning verklýsingar, áætluð tímalengd og forgangur. Áminningar stilltar. Verkefni framselt til samstarfsmanns og fylgst með framvindu þess. Stöðuskýrsla send eiganda verkefnis, skráning unninna stunda, og staða verkefnis. 
  • Notkun minnismiða, framsending þeirra í tölvupósti, vistun og flokkun. 
  • Dagáll (Journal) notaður til að skrá sjálfvirkt notkun Office forrita og/eða samskipti við ákveðna tengiliði. Dagáll notaður til að skrá niður og tímamæla samtöl eða önnur samskipti. 
  • Innflutningur- og útflutningur gagna úr Outlook. 
  • Síun upplýsinga í Outlook. 
  • Stillingar í Outlook til að bæta afköst. 
  • Flokkun pósts, verkefna, dagbókarfærslna og minnismiða með Categories. 
  • Vöktun mappa. 
  • Langtímavistun Outlook gagna (Archive).  

 

Markmið

Að loknu námskeiði á þátttakandinn að vera orðinn mjög fær Outlook notandi sem getur notað Outlook til öflugra póstsamskipta og markvissrar tíma- og verkefnastjórnunar.

 Kennari/kennarar

Námskeiðið kenna fastráðnir kennarar okkar

Kennslubók/kennslubækur

Íslensk handbók um forritið Outlook. 

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.