Óháð ráðgjöf

Óháð ráðgjöf

Við veitum óháða ráðgjöf um UT og heilbrigðisverkfræði. Hundruðir ánægðra viðskiptavina. Hafðu samband við okkur.

Excel námskeið fyrir alla

Excel námskeið fyrir alla

Excel er mikilvægasta verkfæri skrifstofufólks, bókara, endurskoðenda, stjórnenda, verkfræðinga, vísindamanna og...

Árangursrík verkefnastjórnun

Árangursrík verkefnastjórnun

Afar gagnlegt og hnitmiðað nám fyrir þá sem koma að stjórnun verkefna, hvort sem þau eru stór eða lítil. Þrautreynd...

  • Óháð ráðgjöf

    Óháð ráðgjöf

  • Excel námskeið fyrir alla

    Excel námskeið fyrir alla

  • Árangursrík verkefnastjórnun

    Árangursrík verkefnastjórnun



Námskeið á næstunni

Smelltu á "Sjá öll námskeið" neðst í töflunni til að sjá fleiri námskeið eða notaðu valmyndina til vinstri.

Námskeið Hefst Endar Tími Verð
( )

Word II - Framhaldsnámskeið

Almennt um námskeiðið

Einstaklega gagnlegt og áhugavert námskeið fyrir alla þá sem hafa náð góðum tökum á Word en vilja bæta verulega við þekkingu sína á forritinu. Dagskrá námskeiðsins miðar að því að notendur fái full not af öllum bestu eiginleikum Word.

Forkröfur

Þátttakendur verða að hafa þekkingu sambærilega við þá sem kennd er á námskeiði okkar um Word ritvinnslu.

Dagskrá

  • Gerð stíla fyrir fyrirsagnir (Heading), meginmál og aðra hluti skjals sem bera ákveðin útlisteinkenni.
  • Innsetning millitilvísana, efnisyfirlita og atriðaorðaskráa.
  • Sjálfvirk skráning breytinga (tracking) í skjölum sem margir vinna við og hvernig hægt er að samþykkja eða hafna slíkum breytingum.
  • Kaflaskipting skjala (sections) og mismundandi stillingar fyrir hvern kafla.
  • Samsteypur margra skjala í eitt skjal. Myndanotkun og sjálfvirk númering þeirra.
  • Notkun haus- og fótlína og hvernig hægt er að hafa þær mismunandi eftir blaðsíðum og köflum.
  • Blaðsíðutöl og tilvísanir á milli blaðsíðna.
  • Stillingar á spássíum og blaðastærðir skoðaðar ásamt því hvernig hægt er að snúa einstaka blöðum (Landscape) skjalsins eða skipta þeim í marga dálka.
  • Gerð gagnalista í mismunandi forritum og hvernig hægt er að sía frá hluta gagnanna og raða þeim, t.d. eftir póstnúmerum.
  • Gagnalistar tengdir með Mail Merge og gerð dreifibréf, límmiðar og umslög.
  • Bætt við svæðum inn á bréf þar sem t.d. eru birtar útreiknaðar upplýsingar eða upplýsingar sem breytast eftir kyni eða starfi viðkomandi.
  • Unnið með ýmsar gerðir af töflum.
  • Formsvæði sett inn í töflur (eyðublað).
  • Skjali lokað fyrir breytingum (aðeins hægt að ská inn í formsvæði).
  • Skjöl vistuð sem sniðskjöl (template).

 Mikil áhersla er lögð á hagnýt dæmi og Word sem verkfæri fyrir kröfuharða notendur.

Markmið

Að loknu námskeiði hefur þátttakandinn yfirgripsmikla þekkingu á Word og getur auðveldlega búið til flókin skjöl.

Kennari/kennarar

Námskeiðið kenna fastráðnir kennarar okkar.

Kennslubók/kennslubækur

Word II kennslubók eftir Huldu Orradóttur

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.