Óháð ráðgjöf

Óháð ráðgjöf

Við veitum óháða ráðgjöf um UT og heilbrigðisverkfræði. Hundruðir ánægðra viðskiptavina. Hafðu samband við okkur.

Námskeið haustmisseris

Námskeið haustmisseris

Námskeið haustsins 2021 koma brátt á vefinn okkar. Fylgstu með! Boðið verður upp á bæði staðnám og fjarnám.

Almenn tölvunámskeið

Almenn tölvunámskeið

Mikið úrval af stuttum og skemmtilegum námskeiðum um Office, Windows, Word, Excel, PowerPoint, Outlook, Access,...

Excel námskeið fyrir alla

Excel námskeið fyrir alla

Excel er mikilvægasta verkfæri skrifstofufólks, bókara, endurskoðenda, stjórnenda, verkfræðinga, vísindamanna og...

Árangursrík verkefnastjórnun

Árangursrík verkefnastjórnun

Afar gagnlegt og hnitmiðað nám fyrir þá sem koma að stjórnun verkefna, hvort sem þau eru stór eða lítil. Þrautreynd...

 • Óháð ráðgjöf

  Óháð ráðgjöf

 • Námskeið haustmisseris

  Námskeið haustmisseris

 • Almenn tölvunámskeið

  Almenn tölvunámskeið

 • Excel námskeið fyrir alla

  Excel námskeið fyrir alla

 • Árangursrík verkefnastjórnun

  Árangursrík verkefnastjórnunNámskeið á næstunni

Smelltu á "Sjá öll námskeið" neðst í töflunni til að sjá fleiri námskeið eða notaðu valmyndina til vinstri.

Námskeið Hefst Endar Tími Verð
( )

Forritun vefja (MVC) og appa í C#

Almennt um námskeiðið

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra forritun með Visual Studio frá Microsoft. Áhersla er lögð á C# forritun á vefnum með MVC, tengingu við gagnagrunna og app forritun í Visual Studio 2015.

Það gefst einstakt tækifæri til að tileinka sér góða þekkingu á C# og .NET umhverfinu ásamt MVC, HTML5, JQuery, Bootstrap, CSS3 og Javascript. á þessu námskeið

Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir frekara nám, t.d. við háskóla, endurmenntun hjá forriturum eða hjá þeim sem vilja vinna við vefsíðugerð.

Forkröfur

Þátttakandi þarf að hafa góða þekkingu á tölvum og helsta notendahugbúnaði og geta lesið ensku sér til gagns þar sem (nær) allt námsefnið er á ensku.

Dagskrá

 • Kennd er vefforritun með C# þar sem tímum er skipt upp í fyrirlestra þar sem kennari fer yfir dæmi með nemendum og verkefni sem leyst eru í tímanum og heima.
 • Farið er yfir MVC (Model View Controller) forritun í C# en það er mikið notað við gerð stærri vefja.
 • Kenndur er grunnurinn í app forritun í Visual Studio fyrir Windows, Android og IOS.

Markmið

Markmið námsins er að þátttakendur verði færir um að forrita með C#, jQuery og HTML5 og geti byggt frekara forritunarnám á þeirri þekkingu sem aflað er. Námið er einnig góður grunnur undir MCP (Microsoft Certified Professional) prófgráðu í C# .NET forritun.

Leiðbeinendur

Sigurjón Ingi Garðarsson, Bsc.Tölvunarfræði og Guðný Ragna Jónsdóttir Msc.Tölvunarfræði.

Námsgögn

Professional ASP.NET MVC 5 og efni um app forritun.

Ábending

Við bendum þeim sem vilja búa sig undir þetta nám að sækja námskeið okkar Grunnnám í forritun sem er á undan þessu námskeiði.

Veittur er afsláttur þeim sem bóka sig á bæði námskeiðin.

 

CART PDF

Heiti

Hefst: Endar: Tími: Stnd: Klst: Verð: Ábending:

Forritun vefja (MVC) og appa í C#

12.10.17 30.11.17 18:30 - 21:30 68,0 45,0 169.000 kr. Kennt þri og fim (15x)
( )

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.