Word I fyrir byrjendur

Almennt um námskeiðið

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra að nota Word, eitt öflugasta ritvinnslukerfi sem völ er á. Leitast er við að kenna á þá útgáfu sem algengust er á hverjum tíma en einnig er hægt að koma til móts við þá sem eru með eldri útgáfur.

Forkröfur

Þeir sem taka þátt í þessu námskeiði þurfa að kunna grundvallaratriði tölvunotkunar. Ekki er krafist þekkingar á Word.

Dagskrá

  • Skjámynd Word útskýrð, valmyndir skoðaðar og farið yfir helstu aðgerðir.
  • Hnappaborð tölvunnar, helstu aðgerðalyklar og flýtihnappar sem gagnast við ritvinnslu.
  • Gagnlegar ábendingar um innslátt texta í Word, gerð greinarskila, síðuskipti, notkun "ósýnilegra" tákna og fleira.
  • Útlitsmótun texta.
    • Fjöldi aðferða til að merkja texta sem á að útlitsmóta.
    • Leturstillingar í valmyndum og á hnappastikum.
    • Leiðbeiningar um val á leturstillingum sem hæfa efni og stíl.
  • Útlistmótun efnisgreina.
    • Jöfnun texta, stilling línubils, greinabils á undan og eftir grein og inndrags.
    • Rammar, litir og bakgrunnar.
    • Aðrar stillingar sem varða útlit efnisgreina.
    • Númeraðar greinar og upptalningar.
  • Prentun ritvinnsluskjala.
    • Skoðun skjals fyrir prentun.
    • Lagfæring skjals fyrir prentun s.s. spássíur, snúningur, jöfnun texta og fleira.
    • Fjöldi prentaðra eintaka, val á síðum til prentunar og aðrir prenteiginleikar.
  • Villuleit í texta.
  • Hjálpartextar í Word og notkun þeirra.
  • Töflugerð í Word.
    • Búa til töflu með Insert Table.
    • Teikna töflu.
    • Vinna með línur og dálka (bæta við, eyða, breyta stærð).
    • Sameina hólf og skipta upp hólfum.
    • Útlistmóta hólf með rammalínum og skyggingu.
  • Skipting texta í dálka með dálkmerkjum (Tabs).
  • Unnið með síðuhaus og fót.
    • Mismunandi blaðsíðutal og heildarfjöldi blaðsíða.
    • Sjálfvirkur texti.
  • Skjali skipt í útlitskafla (Sections) og stillingar varðandi einstaka hluta þess.
  • Uppsetning í blaðadálka (Columns).
  • Notkun tákna (Symbols).
  • Notkun mynda.
    • Staðsetning og textaskrið.
    • Stillingar á myndum.
  • Notkun staðlaðra stílsniða (Style).
  • Gerð efnisyfirlita.

Markmið

Fjölmörg verkefni eru unnin með tilliti til þess að þátttakendur fái sem mesta þekkingu á forritinu.

Kennari/kennarar

Námskeiðið kenna fastráðnir kennarar okkar.

Kennslubók/kennslubækur

Íslensk kennslubók um Word.

Önnur tengd námskeið



Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.