Starfsmenn

Hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni vinna vel menntaðir starfsmenn með mikla þekkingu á þeim verkefnum sem þeir vinna hvort sem er í kennslu eða ráðgjöf.

Við leggjum mikla áherslu á að starfsmenn okkar viðhaldi þekkingu sinni með lestri bóka og tímarita ásamt því að sækja námskeið og ráðstefnur. Aðbúnaður starfsmanna er allur hinn besti og mikil áhersla lögð á gott samstarf.
Innan fyrirtækisins er starfsmannafélag sem stendur fyrir margs konar uppákomum starfsmönnum og mökum þeirra til ánægju og gleði.


Nafn: Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri og eigandi. Hafa samband
Vinnusími: 520 9010
Menntun: Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík, Cand. Scient. rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1976. Microsoft Office Specialist í Project verkefnastjórnun og MCP (Microsoft Certified Professional) gráður í stýrikerfum og netum.

Starfsferill: Verkfræðingur á verkáætlanadeild Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1976 - 1978, verkfræðingur hjá Smith og Norland hf. 1978 - 1986. Stofnaði Tölvu- og verkfræðiþjónustuna 1. mars árið 1986. Halldór var m. a. formaður Skýrslutæknifélagsins um langt skeið, varaformaður Upplýsingatæknistaðlanefndarinnar, formaður Ráðgjafanenfndar ríkisins um upplýsingatækni og hefur setið í fjölda stjórna og ráða. Halldór situr í stjórn nokkurra fyrirtækja.
Verksvið: Framkvæmdastjóri Tv, aðalstarfssvið ráðgjöf um tölvumál, bókahaldskerfi, netmál og síma og fjarskiptamál. Hefur unnið ráðgjöf fyrir á þriðja hundrað fyrirtæki m. a. Landsspítalann, Vegagerðina, Fasteingamatið, Landsvirkjun, Íslandsbanka, Akureyrarbæ, Seðlabankann, Olís, Olíufélagið, Bykó, Bónus, Skeljung, Plastprent, Íslandsmarkað, Dómstólaráð, Orkuveitu Reykjavíkur, Rannís og marga fleiri.
Hóf störf: Febrúar 1986


Nafn: Valgerður Guðrún Halldórsdóttir, Ph.D.. í verkfræði, ráðgjafi. Hafa samband. 
Vinnusími: 520-9018
MenntunPh. D. og M.S. gráður í Biomedical Engineering frá Drexel University í Philadelphia 2015 og 2008, B. S. gráða í rafmagns- og tölvuverkfræði frá HÍ 2005 auk fjölda tölvunámskeiða hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Stúdentspróf af eðlisfræðibraut I frá MR vorið 2002. Valgerður er með MCP (Microsoft Certified Professional) gráðu.
StarfsferillStarfsmaður Landsvirkjunar sumrin 2003 og 2004 og önnur sumarstörf meðal annars hjá Tannlæknastofu Jennýjar Ágústsdóttur og Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Rannsóknir við röntgendeild Thomas Jefferson University Hospital frá 2008 til 2012.
Versksvið: Ráðgjöf, greining kerfa, verkefnastjórnun og kennsla.
Hóf störf: Júní 2005


 

Nafn: Sissel Einarsson, bókari og leiðbeinandi. Hafa samband
Vinnusími: 520 9014
Menntun:
Fjölmörg námskeið í bókhaldi og nám fyrir viðurkennda bókara, stúdentspróf frá Bodö Gymnas
Starfsferill: Hefur starfað sjálfstætt lengi sem bókari.
Versksvið: Bókhald og stundakennsla í bókhalds- og skrifstofunámi.
Hóf störf: Vorið 2002

 


 

Nafn: Þröstur Ingimarsson, kerfisfræðingur og leiðbeinandi
Netfang:
Vinnusími:
Menntun:

Starfsferill:
Verksvið: Kennsla í forritun, C#, ASP, gagnagrunnsfræði, Silverlight og fleira
Hóf störf:Hefur starfað sem stundakennari hjá okkur frá 2006