Netprjón og -hekl

Almennt um námskeiðið

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa gaman af handavinnu, prjóni og hekli og vilja nýta tölvuna til þess að fá hugmyndir, finna mynstur og halda betur utan um handavinnuverkefni og uppskriftir. Kennt verður á vefinn ravelry.com sem býður upp á utanumhald, handavinnuuppskriftir og fleira, vefinn pinterest.com sem er ætlaður til þess að halda utan um og leita að hugmyndum og svo farið yfir leit á vefnum og notkun vefsíðna og samfélagsmiðla þar sem tekið er mið af handavinnuáhuga.

Forkröfur

Fyrir alla sem hafa áhuga á prjónaskap og hekli og vilja nýta sér þá möguleika sem netið hefur upp á að bjóða til að verða enn betri í handavinnu. Ekki er nauðsynlegt að hafa aðgang að Ravelry og Pinterest því farið verður yfir það á námskeiðinu.

Dagskrá

  • Kennt á vefinn ravelry.com og hvernig nýta má hann til að finna og flokka prjón- og hekluppskriftir, setja sitt handverk á netið og kynnast öðru handavinnufólki
  • Kennt á vefinn pinterest.com og hvernig má leita að og geyma hugmyndir að framtíðarverkefnum og uppskriftir
  • Farið yfir notkun vefja sem bjóða upp á ókeypis uppskriftir eða gefa möguleika á að hanna eigin mynstur
  • Farið yfir notkun samfélagsmiðla s.s. Facebook til að skiptast á hugmyndum við aðra og eiga ánægjuleg samskipti varðandi uppáhalds áhugamálið okkar

Markmið

Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að hafa náð góðum tökum á ravelry.com og pinterest.com og geta leitað markvisst að handavinnuuppskriftum á netinu.

Leiðbeinandi

Valgerður Guðrún Halldórsdóttir, verkfræðingur og mikil áhugakona um handavinnu og handverk.

Kennslugögn

Nemendur fá stuttan bækling með leiðbeiningum um það helsta sem farið er yfir á námskeiðinu.

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.