Android spjaldtölvur

 

Spjaldtölvur eru orðnar helsta verkfærið á heimilum til að leita upplýsinga, horfa á myndir, leika sér og til aðgangs að eigin upplýsingum sem aðallega verða geymdar á netinu. Fjöldi forrita er til sem gera það mögulegt að nota spjaldtölvur með sambærilegum hætti og venjulega fartölvu og hægt er að tengja lyklaborð og ytri geymslur við þær flestar. Af þessum sökum hafa spjaldtölvur einnig rutt sér til rúms innan fyrirtækja til ýmissa verka.

Á námskeiðinu er kennt að nota algeng spjaldtölvuforrit, að sækja önnur forrit (öpp), að tengjast þráðlausu neti, setja upp tölvupóst, stilla orkusparnað, tryggja öryggi spjaldtölvunnar og breyta algengum stillingum. Meðal forrita sem lært er að nota þá má nefna Google maps, forrit til að skoða (löglega) sjónvarpsþætti, fréttasíður og margt fleira áhugavert. Einnig er kennt að nota myndavélar spjaldtölvunnar og grunnvinnsla ljósmynda.

Á námskeiðinu er tekið tillit til óska þátttakenda um efni sem þeir vilja læra um Android spjaldtölvur.

Markmið

Að námskeiði loknu á þátttakandinn að hafa öðlast þekkingu og öryggi við notkun spjaldtölvu við upplýsingaleit og skemmtun.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla sem nota, eða vilja nota, spjaldtölvu til gagns og gamans. Ekki er krafist tölvuþekkingar umfram það að geta farið á Internetið sér til gagns.

Leiðbeinendur

Aðaleiðbeinandi er Halldór Kristjánsson en hann hefur notað spjaldtölvur og snjallsíma frá upphafi og er mjög fróður um notkun þeirra. Aðrir leiðbeinendur á námskeiðinu hafa allir mikla reynslu af því að nota spjaldtölvur og farsíma með Android stýrikerfinu. 

Hafðu tölvuna með

Þátttakendur skulu taka með sér spjaldtölvu með Android stýrikerfinu, fullhlaðna og tilbúna til notkunar.

Umsagnir þátttakenda

Alveg frábært námskeið sem opnaði nýjan heim fyrir mér. Gerði mér enga grein fyrir hvað þetta er fullkomið tæki!

Frábær kennsla, létt og skemmtilegt andrúmsloft og fullt af ábendingum sem munu gagnast mér.

 

Áskilinn er réttur til að breyta tímasetningum og fresta námskeiði ef rík ástæða er til. Lýsingar eru með fyrirvara um hugsanlegar villur sem kunna að leynast í textanum. Hægt er að bóka sig á námskeið þar sem eru biðlistar.